Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra 2016 voru veitt á Kjötsúpuhátíðinni um síðustu helgi. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum og er það umhverfis- og náttúruverndarnefnd Rangárþings eystra sem hefur umsjón með að velja milli þeirra er tilnefnd eru.
Í ár var Stóra-Hildisey 1 valið snyrtilegasta býlið en ábúendur þar eru Pétur Guðmundsson og Izabela Barbara Pawlus.
Snyrtilegasti garðurinn er við Króktún 2 þar sem Hjálmar Ólafsson og Vigdís Guðjónsdóttir búa, og snyrtilegasta fyrirtækið var valið Spói Gistihús en þar ráða ríkjum þau Ágúst Kristjánsson og Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir.
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, veitti umhverfisverðlaunin.