Fimleikadeild Umf. Selfoss sýndi þrjár stórglæsilegar Frozen-sýningar fyrir fullu húsi í íþróttahúsi Vallaskóla í dag.
Allir iðkendur deildarinnar, vel á fimmta hundrað, tóku þátt í sýningunum en að þessu sinni var Frozen-sagan sögð með dansi, stökkvum og söng. Þetta er í níunda sinn sem deildin stendur að jólasýningu sem þessari og er óhætt að segja að hún hafi sjaldan verið glæsilegri.
Sýningin er fastur liður í jólaundirbúningi margra Selfyssinga en atriðin í sýningunni voru hvert öðru glæsilegri og tilþrifin voru frábær hjá iðkendum á öllum aldri.