Stóri plokkdagurinn verður haldin á Degi umhverfissins 25. apríl næstkomandi og er það von skipuleggjenda að sem flest sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki hvetji almenning til þátttöku og auðveldi hann með hverskyns aðkomu og aðstoð.
Plokktímabilið 2020 er formlega hafið. Samkomubann er alveg upplagt til að taka á því í plokkinu. Frábær útivera og hreyfing um leið og við finnum fyrir tilgangi, sjáum árangur, eflum núvitund og gerum umhverfinu og samfélaginu okkar gott. Plokkið kostar ekkert og kallar ekki á nein tæki nema ruslapoka.
Allstaðar um landið eru öflugustu plokkararnir okkar þó löngu byrjaðir og hægt er að fylgjast með afrekum þeirra í þágu umhverfissins og samfélagsins á facebook síðu Plokk Á Íslandi
Plokk á Íslandi hvetur alla landsmenn til að láta gott af sér leið og um leið fylgja fyrirmælum því plokkið er ráðlagður dagskammtur af hreyfingu um leið og auðveld er að fylgja reglum samkomubanns.