Almannavarnir vekja athygli á veðurspá frá Veðurstofu Íslands vegna norðan illviðris í dag og á morgun. Búist er við stormi eða roki 20-28 m/s á landinu í dag, hvassast síðdegis og fram á nótt.
Veðrinu fylgir mjög snarpar vindhviður víða um land, einkum suðaustanlands, yfir 40 m/s. Klukkan 16 í dag var vindhraði á Lyngdalsheiði 20 m/s en mesta hviða 33 m/s.
Úrkomulítið verður sunnanlands en von getur verið á snjókomu ofan 200-300 m yfir sjávarmáli.
Dregur hægt úr vindi og úrkomu þegar líður á morgundaginn, fyrst vestantil.