Stormur og mikil rigning á morgun

sunnlenska.is/Jóhanna SH

Búist er við stormi við suðvesturströndina og á hálendinu upp úr hádegi á morgun, þriðjudag, með hvössum vindhviðum við fjöll.

Hviðurnar geta verið varasamar fyrir farartæki sem taka á sig mikinn vind.

Einnig má gera ráð fyrir talsverðri og sums staðar mikilli rigningu um tíma sunnanlands.

Í fyrramálið verður vaxandi suðaustanátt með rigningu en upp úr hádegi má búast við 10-23 m/sek, hvassast við suðvesturströndina. Talsverð og sums staðar mikil rigning verður um tíma sunnanlands.

Snýst í mun hægari suðlæga átt með skúrum fyrst suðvestantil annað kvöld.

Fyrri greinElvar Örn framlengir við Selfoss
Næsta greinNafn mannsins sem lést