Stórsýning viðbragðsaðila í Hveragerði

Í tilefni af 35 ára afmæli Hjálparsveitar skáta í Hveragerði verður haldinn stór björgunartækjasýning í Hveragerði á laugardag.

Sýnd verða tæki frá öllum sveitum björgunarsveitum í sýslunni; jeppar, bátar, vörubílar, vélsleðar, fjórhjól og stjórnstöðvabílar. Eins verða tæki frá öðrum viðbragsaðilum sýndir, t.d. slökkvibílar, körfubíll, sjúkrabílar og lögreglubílar.

Slökkviliðsmenn munu sýna björgun úr bílflaki og veltibíll verður á staðnum. Boðið verður upp kassaklifur og klifurvegg og margt fleira. Ef veðurleyfir mun þyrla Landhelgisgæslunar fljúga yfir Hveragerði.

Gestir á Blómstrandi dögum eru hvattir til að fjölmenna á þessa sýningu. Á laugardagskvöldið verður svo stórglæsileg flugeldasýning sem Hjálparsveit skáta í Hveragerði hefur umsjón með.

Fyrri greinNú má vargurinn vara sig
Næsta greinHjörtur í 12. sæti