Stórt gos í toppi Eyjafjallajökuls

Vatnsmagn frá eldstöðinni í toppi Eyjafjallajökuls er mikið og gosið er miklu stærra en gosið á Fimmvörðuhálsi. Gossprungan er núna um tveggja kílómetra löng og liggur norður-vestur.

Vatn fer til norðurs og suðurs og getur auðveldlega farið yfir varnargarðana á Markarfljótsaurum. Þjóðvegur 1 er í hættu á að rofna undir Eyjafjöllum.

Loftfar á vegum Landhelgisgæslu verður yfir gosstöðvunum í dag og um borð verða jarðvísindamenn og sérfræðingar frá Vatnamælingum.

Fyrri grein„Stórflóð við Þorvaldseyri“
Næsta greinFlóðið í rénun