Björgunarsveitir allt frá Borgarfirði og austur í Rangárvallasýslu hafa verið kallaðar út vegna hóps ferðamanna sem er fastur nálægt Bláfelli suðaustan við Langjökul.
Um er að ræða 38 manna hóp sem var í vélsleðaferð frá Skálpanesi en hópurinn stoppaði í snarvitlausu veðri og er að grafa sig í fönn.
Aðgerðastjórn hefur verið virkjuð í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi og sækja björgunarsveitir að hópnum úr öllum áttum. Um eitthundrað björgunarsveitarmenn hafa verið kallaðir út, allar björgunarsveitir á Suðurlandi og snjóbílar úr Reykjavík.
Fréttin verður uppfærð