Stórvirkar vélar moka upp úr Land­eyja­höfn

Stór­virk­ar vinnu­vél­ar hófu í morgun að moka sandi upp úr Landeyjahöfn. Áætlað er að fram­kvæmd­in standi yfir í um tíu daga en það er Suður­verk sem sér um verkið.

„Við erum kom­in þarna með fimm tæki, gröf­ur, trukka og ýtu. Það stend­ur til að ná inn­an úr höfn­inni sandi, foks­andi sem hef­ur borist inn í hana. Við náum viss­um hluta en auðvitað ekki öllu,“ seg­ir Dof­ri Ey­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Suður­verks, í viðtali við Morgunblaðið.

Eins og sést á myndinni sem fylgir fréttinni hafa gröf­urn­ar sem um ræðir bóm­ur sem ná lengra en á hefðbundn­um gröf­um.

Sigl­ing­ar um Land­eyja­höfn hóf­ust fyrst í byrj­un maí í fyrra en þeim lauk um miðjan sept­em­ber. Erfiðlega hef­ur gengið að dýpka Land­eyja­höfn frá því að belg­íska sand­dælu­skiptið Gali­leo 2000 var fengið til lands­ins í lok fe­brú­ar sl.
Fyrri greinFélagarnir búnir að raka af sér hárið líka
Næsta greinÁstand sleða og fólks með besta móti