Strætóferðir falla niður komi til verkfalla

Komi til boðaðra verkfalla aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands falla niður strætóferðir á leið 51 um Suðurland ásamt fleiri leiðum á landsbyggðinni.

Leið 51 er ekin milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði með viðkomu í Hveragerði, á Selfossi, Hvolsvelli, í Vík og Skaftafelli.

Boðað hefur verið til verkfalls frá kl. 12 á hádegi til miðnættis þann 30. apríl. Aðrir boðaðir verkfallsdagar eru 24 tíma verkföll 6.-7. maí, 19.-20. maí og ótímabundin vinnustöðvun hefst svo á miðnætti aðfaranótt 26. maí næstkomandi, náist samningar ekki fyrr.

Fyrri greinGrýlupottahlaup 2/2015 – Úrslit
Næsta greinGunnar hættur með Selfossliðið