Dagur rauða nefsins er í dag, 12. september, en markmið hans er að vekja athygli á hjálparstarfi UNICEF – Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna – í þágu barna um allan heim.
Dagurinn nær hámarki í söfnunar- og skemmtiþætti í Ríkissjónvarpinu í kvöld þar sem fólki gefst tækifæri til að gerast heimsforeldrar.
Stracta Hótel Hellu leggur söfnuninni lið og hvetur alla til að gera slíkt hið sama. Búið er að setja upp stórt rautt nef fyrir utan hótelið til þess að minna á söfnunina og hjálparstarf UNICEF.
Degi rauða nefsins er fagnað í sjötta sinn á Íslandi í dag. Markmiðið með deginum er að gleðja landsmenn, fræða þá um starf UNICEF í þágu barna um víða veröld og bjóða fólki að slást í hóp heimsforeldra UNICEF.