Strætisvagn fauk útaf

Strætisvagninn utan vegar. sunnlenska.is/Elín Esther Magnúsdóttir

Engan sakaði þegar strætisvagn fauk útaf Þorlákshafnarvegi skammt neðan við gatnamótin upp Þrengslaveg síðdegis í dag.

„Það var einn farþegi í bílnum en hvorki hann eða ökumaðurinn slösuðust. Það var ákveðið eftir þetta að hætta akstri á þessari leið og fleiri leiðum á Suðurlandi það sem eftir er dags vegna veðurs,“ sagði Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við sunnlenska.is.

Fleiri bílar hafa lent í vandræðum á þessum slóðum nú síðdegis og hafnað utan vegar.

Vegirnir um Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðir og björgunarsveitir voru kallaðar út fyrir rúmri klukkustund vegna bíla sem fastir eru í ófærð á á Hellisheiði og Þrengslum. 

Fyrri greinHellisheiði og Þrengslum lokað – Björgunarsveitir kallaðar út
Næsta greinTæpt í lokin gegn Tindastól