Strætóferðir falla aftur niður á Suðausturlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi í dag. Veðrið hefur áhrif á leið 51 hjá Strætó sem ekur milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði.

Ferðin kl. 11:55 frá Höfn til Víkur fellur niður.

Ferðin kl. 13:00 frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði ekur aðeins til Víkur í Mýrdal.

Bætt við ferð á Suðausturhorninu á morgun
Vegna óveðursins yfir síðustu tvo daga verður bætt við aukaferð á Suðausturlandi á morgun, laugardaginn 26. október.

Ekið verður kl. 10:25 frá Höfn í Hornafirði til Víkur í Mýrdal. Vagninn ekur til baka kl. 14:42 frá Vík til Hafnar í Hornafirði.

Fyrri greinÍris Arna sigraði í Söngkeppni NFSu
Næsta greinUnglingalandsliðskonur framlengja á Selfossi