Strandarkirkja fær stóran arf

Strandarkirkja í Selvogi.

Strand­ar­kirkja í Sel­vogi hlaut óvæntan arf­ á dög­un­um, þegar í ljós kom að Þórður heitinn Þorgilsson á Stafns­hól í Skagaf­irði arf­leiddi kirkj­una að öll­um sín­um eig­um, jörð sinni og lausa­fé.

Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag.

Þórður var ein­stæðing­ur og átti enga lögerf­ingja og því frjálst að ánafna hverj­um sem hon­um þóknaðist eig­ur sín­ar. Samkvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins eru um 50 millj­ón­ir króna af lausa­fé í bú­inu. Þá er and­virði jarðar­inn­ar ótalið.

Mik­ill happa­feng­ur fyr­ir sókn­ina
„Þetta er mik­ill happa­feng­ur fyr­ir sókn­ina og mun koma að góðum not­um,“ seg­ir Heim­ir Hannesson, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Þetta mun gjör­breyta rekstr­ar­um­hverfi Strand­ar­kirkju og gera henni mögu­legt að sinna viðhaldi kirkj­unn­ar í ná­inni framtíð,“ seg­ir Heimir og nefn­ir að viðhaldskostnaður á kirkj­unni sé hár en tekj­ur lág­ar. Aðeins tíu manns greiða sókn­ar­gjöld til Strand­ar­kirkju og námu þau tæp­lega 120 þúsund krón­um í fyrra. Á sama ári var kostnaður vegna viðhalds og rekst­urs fast­eigna ríf­lega 14 millj­ón­ir króna. Heild­ar­tekj­ur Strandarkirkju árið 2023 voru rúm­lega 9 millj­ón­ir. Þar af námu gjaf­ir og áheit 6,6 millj­ón­um króna en Strand­ar­kirkja hef­ur um lang­an ald­ur þótt góð til áheita.

Frétt Morgunblaðsins

Fyrri greinECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG
Næsta greinÁrborg og Byggðasafnið endurnýja þjónustusamning