Strandhreinsun á Eyrarbakka á laugardag

Eyrarbakki. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sveitarfélagið Árborg stendur að strandhreinsunardeginum í samstarfi við Björgunarsveitina Björg á Eyrarbakka næstkomandi laugardag, þann 28. september.

Verkefnið er unnið í tengslum við verkefnið Plastlaus september og Brim
kvikmyndahátíð sem er ætluð til að fræða og vekja athygli á einu mest aðkallandi umhverfisvandamáli samtímans.

Mæting er við Björgunarsveitarhúsið að Búðarstíg 21 á Eyrarbakka klukkan 11:00 og er áætlað að vera við hreinsun til klukkan 13:00.

Sama dag mun Tómas Knútsson stofnandi umhverfissamtakanna Blái herinn, halda fyrirlestur um samtökin í Rauða húsinu á Eyrarbakka klukkan 17:00.

„Orðin miklu stærri hátíð en ég sá fyrir“

Fyrri greinVarp tjaldsins brást algerlega á Suðurlandi í sumar
Næsta greinHótel Selfoss áfram bakhjarl handboltans