Laugardaginn 5. september er Norræni strandhreinsunardagurinn en þá verður Eyrarbakkafjara gengin milli kl. 10 og 12 og hreinsuð.
Allir velkomnir að koma og að taka þátt í þessu verkefni sem er á vegum Nordic Coastal Clean-up (NCC). Mæting er kl 10 við höfnina á Eyrarbakka.
NCC er samstarfsverkefni félagasamtaka á Norðurlöndunum sem vinna að málefnum plastmengunar í höfum með hreinsun á strandlengju Norðurlandanna, gagnasöfnun, greiningu og hvatningu.
Verkefnið byrjaði árið 2017 þegar strandir voru hreinsaðar á öllum Norðurlöndum á Norræna strandhreinsideginum. Hann er venjulega haldinn hátíðlegur í maí ár hvert en sökum Covid-19 var deginum seinkað fram í september í ár.
Sjálfboðaliðar á vegum Veraldarvina og starfsfólk norrænu sendiráðana munu leiða strandhreinsunina við Eyrarbakka. Gætt verður allra sóttvarna og er fólk hvatt til þess að virða sóttvarnir eins og við á.