Heimilisdýrum á Veiðisafninu á Stokkseyri hefur fjölgað. Um er að ræða sendingu uppstoppaðra dýra frá Suður-Afríku, alls átta talsins, þar af sjö uppstoppuð.
Voru dýrin felld í veiðiferð Páls Reynissonar, veiðimanns og stofnanda Veiðisafnsins, rétt undir áramótin 2010.
Strútur í heilu lagi og krókódíll ásamt fjórum frampörtum af antilópum hafa nú verið uppsett í sýningarsölum Veiðisafnsins og einnig er uppsettur frampartur af mjög stórum nashyrningi í endurgerð.
Nahyrninginn skaut Páll með sérsmíðum riffli sem skýtur deyfipílum, er þar um svokallaða björgunarveiði að ræða. Eftir að nashyrningurinn var skotinn voru hornin tekin af honum hornin svo forða mætti honum frá veiðiþjófum sem stunda ránsveiðar á nashyrningum.
Strúturinn er uppsettur í heilu lagi en þar er um tveggja metra karlfugl að ræða og vekur hann mikla eftirtekt. Krókódíllinn er Nílarkrókódíll einnig uppsettur í heilu lagi. Bæði þessi dýr felldi Páll með skammbyssu.
Antílópurnar eru uppsettar á vegg og eru leirbukkur, skrúðantilópa, reyrbukkur, runnahafur og Livingston elgantilópa.