Stubbarnir stefna á stúdentspróf

Fjölbrautaskóli Suðurlands fylltist af syngjandi rauðum, grænum, fjólubláum og gulum Stubbum síðastliðinn föstudag.

Þar voru á ferð dimmitantar, nemendur sem stefna á að ljúka námi á vorönn. Stubbarnir stigu dans og sungu fyrir nemendur og starfsfólk. Því næst gæddu þeir sér á kjötsúpu með starfsfólki og héldu svo út í óvissuferð.

Nú er próflestur tekinn við, en um 117 nemendur hyggjast brautskrást úr námi við skólann.

Brautskráning vorannar fer fram miðvikudaginn 28. maí og hefst kl. 14.

Fyrri greinEfnilegir unglingar verðlaunaðir
Næsta greinMargrét Jóns: Netsamgöngur í Flóahreppi