Stutt gaman hjá ML – FSu mætir FB

Lið Menntaskólans að Laugarvatni (f.v.) Brynjar Logi, Þórhildur og Þorbjörg. Ljósmynd/Ívar Sæland

Lið Menntaskólans að Laugarvatni er úr leik í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, eftir tap gegn Verkmenntaskóla Austurlands í beinu streymi á ruv.is í kvöld.

VmE leiddi 11-8 eftir hraðaspurningarnar en ML náði ekki í stig eftir það og lokatölur urðu 23-8. Lið ML skipuðu þau Þorbjörg Guðrún Kristófersdóttir, Þórhildur Þorsteinsdóttir og Brynjar Logi Sölvason.

Í kvöld var dregið í 2. umferð og þar mætir Fjölbrautaskóli Suðurlands Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Viðureignin fer fram miðvikudaginn 19. janúar á Rás 2.

Fyrri greinMyndlistarnemar opna sýningu í Listagjánni
Næsta greinÍslandsmótið í skák haldið á Selfossi