Lögreglan á Suðurlandi kærði 34 ökumenn fyrir að aka of hratt í umdæminu í liðinni viku.
Af þeim voru fjórir sem mældir voru á vegarkafla um þjóðgarðinn á Þingvöllum þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km/klst. Fjórir voru kærðir fyrir hraðakstur á vegaköflum þar sem umferðarhraði hafði verið lækkaður vegna vegavinnu.
Tólf þessara þessara 34 ökumanna voru á ferð við Kirkjubæjarklaustur og Vík, sex í Rangárvallasýslu og tveir í nágrenni Hafnar í Hornafirði.
Þrír ökumenn voru kærðir fyrir meinta ölvun við akstur í umdæminu í liðinni viku. Einn þeirra varð fyrir því óhappi að aka bifreið sinni á umferðarljós á gatnamótum Engjavegar og Tryggvagötu á Selfossi síðdegis á fimmtudag. Sá var fluttur með sjúkrabifreið á heilsugæslu til skoðunar en gisti síðan fangageymslur lögreglu þar til hann var fær til skýrslugjafar.
Einn ökumaður sem stöðvaður var á Laugarvatni reyndist, við athugun, undir áhrifum fíkniefna. Hann fluttur til töku blóðsýnis og frjáls ferða sinna að því loknu.