„Guðrún Markúsdóttir hefur rekið sjálfstæðan, merkilegan tónlistarskóla á Hvolsvelli þar sem mjög ungt fólk fær kennslu samkvæmt svokallaðri Suzuki aðferð.
Við samþykktum að styrkja þetta nám um hálfa milljón en að líkindum verður þessi starfsemi hluti námsframboðs við Tónlistarskóla Rangæinga,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, spurður út í styrkinn til Guðrúnar.
Hún stefnir nú að því að koma á Suzuki deild við skólann en hún hefur haft aðstöðu í kennslustofu skólans fyrir kennslu sinna nemenda.