Styrkir vegna leikskólakeyrslu

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur samþykkt að greiða styrk til foreldra sem þurfa að aka meira en 40 km á dag til að koma börnum sínum í leikskóla.

Greiddar verða 30 kr. á km umfram 40 km og er styrkurinn afturvirkur til ágústmánaðar 2010. Miðað er við eina ferð fram og til baka á dag frá heimili og hefur fjöldi barna því ekki áhrif.

Styrkurinn verður endurreiknaður 30. desember ár hvert og er miðaður við vísitölu neysluverðs. Hann verður greiddur út í júní og desember ár hvert.

Áætlar sveitarstjórnin að tæpar 290 þús. kr. verði greiddar til leikskólaforeldra með þessum hætti á árinu 2011.

Fyrri greinÞjóðin vill ekki veggjöld
Næsta greinÁ þriðja tug karla í nýjum kór