Styrkja skátana um tvær milljónir

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á síðasta fundi sínum tvær styrkbeiðnir frá skátahreyfingunni.

Annars vegar var um að ræða styrkbeiðni til mótsstjórnar Landsmóts skáta vegna landsmótsins sem hefst á Úlfljótsvatni um næstu helgi. Samþykkt var að veita 800 þúsund króna styrk til mótsins.

Hins vegar var um að ræða styrk frá stjórn Bandalangs íslenskra skáta og mótsstjórn heimsmóts skáta vegna World Scout Moot 2017 sem fram fer víðsvegar á landinu á næsta ári. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að veita 1,2 milljónir til verkefnisins.

Fyrri greinLítið hlaup undan Entujökli
Næsta greinSelfosslína er lengsti jarðstrengurinn í flutningskerfi Landsnets