Styrkja skógrækt á Haukadalsheiði

Undanfarin ár hefur þýska ferðaskrifstofan Katla travel GmbH og samstarfsfyrirtæki hennar á Íslandi, Katla DMI ehf og Viator ehf, styrkt skógrækt á Haukadalsheiði.

Gróðursettar hafa verið vel á annan tug þúsunda plantna fyrir tilstilli þessara fyrirtækja í uppgræðslusvæði á Haukadalsheiði.

Á dögunum heimsóttu starfsmenn fyrirtækjanna í Þýskalandi og á Íslandi svæðið og var af því tilefni sett upp skilti á heiðinni.

Á næstu árum mun vaxa upp birkiskógur á svæðinu sem á eftir að sá sér yfir nálæg svæði og vernda þar jarðveg.

Sagt er frá þessu á vef Skógræktar ríkisins

Fyrri greinGolfvöllurinn verður seldur
Næsta greinLeikfélag Rangæinga æfir Vodkakúrinn