Styttir upp í kvöld og nótt

Mesta úr­kom­an síðastliðna tvo sól­ar­hringa mæld­ist á Nesja­völl­um, þar sem hún var 306 mm að sögn Helgu Ívars­dótt­ur, veður­fræðings á vakt á Veður­stofu Íslands.

Þá hef­ur úr­koma víða mælst yfir 100 mm síðasta sól­ar­hring­inn, einkum á Suðaust­ur­landi og eins á Hell­is­heiði og í Hengl­in­um.

„Það má bú­ast við að það rigni áfram fram eft­ir degi eins og gert hef­ur, en síðan stytt­ir upp í kvöld og nótt að mestu,“ seg­ir Helga í samtali við mbl.is.

„Aðeins hef­ur dregið úr úr­kom­unni, en nú er mest ákefðin á sunn­an­verðu há­lend­inu í ná­grenni Jök­ul­heima.“ Hún seg­ir þó mikið rigna enn þá á svæðinu í kring­um Mýr­dals­jök­ul og að þar muni rigna áfram út dag­inn. „Síðan er fín­asta út­lit fyr­ir helg­ina.“

Frétt mbl.is

Fyrri grein„Þurfa ekki lengur að fara í bæinn til að versla föt“
Næsta grein„Vantaði að taka frumkvæðið aftur“