Búið er að auglýsa eftir tilboðum í almenningssamgöngur á Suðurlandi, og er það gert í framhaldi af samningi SASS og Vegagerðarinnar sem gerður var í ágúst.
SASS verður umsjónaraðili almenningssamgangna á svæðinu frá og með áramótum, og innan þess ramma verða meðal annars strætóferðir milli Selfoss, Hveragerðis og Reykjavíkur.
Útboðið fer fram á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt útboðsreglum og frestur til að skila tilboðum rennur út þann 24. október næstkomandi.