Það var hart barist í Hrepparígnum, keppni gömlu hreppanna í Rangárþingi eystra, á Kjötsúpuhátíðinni um síðustu helgi.
Keppt var í skemmtilegum hraðaþrautum, eggjahlaupi, stígvélasparki og kartöflukasti, svo eitthvað sé nefnt. Jón Óskar Björgvinsson og Erlendur Árnason sem kepptu fyrir Austur-Landeyjar voru með besta tímann en dómarar keppninnar dæmdu þá niður um eitt sæti þar sem þeir Jón og Erlendur fóru ekki eftir keppnisreglunum í kartöflukastinu.
Það var því gestaliðið frá Vestmannaeyjum, eða Suður-Landeyjum, sem færðist upp í 1. sæti. Í þriðja sæti höfnuðu svo Vestur-Landeyingar.
Auk hrepparígsins var samkeppni um hönnun og þjóðbúningasýning, ásamt froskalappafótbolta sem vakti mikla kátínu. sunnlenska.is/Sigurður Jónsson