Útvarpsstöðin Suðurland FM fagnar átta ára starfsafmæli á þessu ári. Í tilefni af þeim tímamótum hefur stöðin hafið útsendingar á höfuðborgarsvæðinu á tíðni FM 97,3.
Sendirinn nær einnig að þjóna Suðurnesjum og Akranesi og nær stöðin því nú til 78 % landsmanna.
Fyrir var stöðin með tvo senda, annan fyrir Suðurlandið á FM 96,3 og hinn í Vestmannaeyjumá FM 93,3 sem þjónar einnig Rangárvallarsýslu.
Ýmislegt fleira spennandi er á döfinni. Nýjir þættir og raddir, sem og ný aðgengilegri heimasíða sem mun auka þjónustu við hlustendur ásamt því að bjóða uppá ýmsa skemmtilega afþreyingu.