Suðurlandsvegi lokað í Eldhrauni

Hlaup í Skaftá. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Páll Jökull Pétursson

Lögreglan á Suðurlandi hefur lokað Suðurlandsvegi í Eldhrauni, vestan við Holtsveg, þar sem hlaupvatn úr Skaftá fer yfir veginn.

Þessi ákvörðun er tekin í samráði við Vegagerðina.

Hjáleið er opin um Meðallandsveg en óljóst er hversu lengi lokun þessi mun vara.

Einnig er brúin yfir Eldvatn lokuð allri umferð og fjallvegur 208 er lokaður, bæði við Hvamm í Skaftártungu og við Landmannalaugar.

Fyrri greinHræddir og hraktir sóttir á Heklu
Næsta greinMaríumessa og lokatónleikar Engla og manna