Í dag kl. 14 verður Suðurstrandarvegur formlega opnaður með borðaklippingu og athöfn á veginum rétt austan við Krýsuvíkurveg.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, ásamt Hreini Haraldssyni, vegamálastjóra mun klippa á borðann.
Vegurinn er 57 km langur frá Grindavík í vestri að Þorlákshöfn í austri. Áætlaður heildarkostnaður vegna verksins er rétt tæpir 3 milljarðar kr. uppreiknað til verðlags í dag.
Af tilefni vígslunnar bjóða sveitarfélögin Ölfus og Grindavík íbúum og gestum upp á skoðunarferðir um helgina. Skráning í ferðirnar er fram til klukkan 12 á föstudag og má fá nánari upplýsingar um þær hér.