Malbikunar-framkvæmdum á Suðurstrandarvegi lauk í gær og þar með er komið bundið slitlag frá Þorlákshöfn alla leið til Grindavíkur.
Framkvæmdirnar eru tæpu ári á undan áætlun en nýr malbikaður Suðurstrandarvegur verður mikil bylting í samgöngum fyrir Sunnlendinga en íbúar í Grindavík og á Reykjanesi búast við að umferð þangað muni margfaldast.
Vegurinn milli Þorlákshafnar og Grindavíkur er 58 kílómetra langur.