Suðurtak bauð langlægst í hringtorg

Suðurtak ehf á Borg í Grímsnesi bauð langlægst í gerð tveggja hringtorga við Reykholt í Biskupstungum. Tilboð Suðurtaks hljóðaði upp á 51,8% af kostnaðaráætlun.

Suðurtak bauð rúmar 38,6 milljónir króna í verkið en áætlaður verktakakostnaður Vegagerðarinnar er 74,6 milljónir króna. Öll önnur tilboð voru yfir þessari áætlun en næst lægsta tilboðið átti Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, tæpar 75,8 milljónir króna.

Sjö verktakar buðu í verkið en hæsta tilboðið kom frá Loftorku Reykjavík ehf, tæpar 85,9 milljónir króna.

Verkið felst í gerð tveggja hringtorga ásamt aðlögun aðliggjandi vega um þéttbýlið í Reykholti og einnig lögn klæðingar á nokkra vegi í nágrenninu.

Verkinu á að vera lokið eigi síðar en 15. ágúst nk.

Fyrri greinÖldungaráðinu boðið í hafragraut í barnaskólann
Næsta greinSýslumaðurinn fjallar um kálplöntur