Suðurtak ehf á Selfossi bauð lægst í styrkingu á vegkafla á Biskupstungnabraut sem vinna á í sumar.
Um er að ræða 2,4 km kafla ofan Brúarár, ásamt útlögn klæðingar og frágangi.
Fjögur tilboð bárust í verkið og var tilboð Suðurtaks það eina sem var undir áætluðum verktakakostnaði.
Suðurtak bauð rúmar 58,8 milljónir króna sem er 95% af kostnaðaráætlun verksins sem hljóðaði up á rúmar 62 milljónir króna.
Gröfutækni á Flúðum bauð tæpar 68,8 milljónir, Vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi rúmar 70,6 milljónir og GeoTækni á Selfossi 81,5 milljónir króna.
Verkinu á að vera lokið þann 1. september næstkomandi.