Í gær voru opnuð tilboð í byggingu á 200 m löngum sandfangara í fjörunni við Vík í Mýrdal auk lagfæringar á sandfangara sem byggður var árið 2011.
Tvö verktakafyrirtæki buðu í verkið, Suðurverk hf. í Kópavogi bauð rúmar 273,5 milljónir króna og LNS Saga ehf. í Kópavogi bauð tæpar 724,2 milljónir króna.
Áætlaður verktakakostnaður er tæpar 262 milljónir króna.
Nýbyggingu sandfangarans skal að fullu lokið þann 30. september á næsta ári, en verkinu í heild sinni á að vera lokið eigi síðar en 31. júlí 2018.