Aðalfundur Samtaka ungra bænda lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu Landbúnaðarháskóla Íslands og skorar á stjórnvöld að bæta fjárhagsstöðu hans.
Í ályktun sem haldinn var á aðalfundi SUB í Úthlíð í Biskupstungum skorar aðalfundurinn á stjórnvöld að tryggt verði að skólinn geti veitt góða kennslu í landbúnaðtengdum greinum bæði á framhaldsskólastigi og háskólastigi við skólann til framtíðar. Einnig verði öflugt rannsóknarstarf við skólann tryggt.
„Það er mikilvægt fyrir íslenskan landbúnað til framtíðar að áhugasamir ungir bændur geti sótt sér góða menntun hér á landi og að öflugt rannsóknarstarf fari hér fram. Til að það sé mögulegt þarf ríkisvaldið að tryggja nægt fjármagn . Námið þarf að vera þar sem stutt er í virkan landbúnað og yfirstjórn í góðum tengslum við landbúnaðinn,“ segir í greinargerð með ályktuninni.