Suðurlandsvegi lokað milli Markarfljóts og Víkur

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Suðurlandsvegi, milli Markarfljóts og Víkur í Mýrdal, hefur nú verið lokað tímabundið vegna þess hversu vont veður er á svæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Gul viðvörun er í gildi með austan 15-23 m/s og vindhviðum upp í 35 m/s og takmörkuðu skyggni vegna rigningar undir Eyjafjöllum.

UPPFÆRT 12:25: Þjóðvegi 1 hefur verið lokað á milli Markarfljóts og Hafnar í Hornafirði.

Fyrri greinHópslysaáætlun virkjuð vegna rútuslyss í Mýrdalnum
Næsta grein„BES lítur sér nær“ fær styrk frá Sprotasjóði