Suðurlandsvegi lokað við Selfoss á þriðjudagskvöld

Suðurlandsvegur ofan Ölfusárbrúar á venjulegum mánudegi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þriðjudagskvöldið 9. júlí er stefnt á að malbika báðar akreinar á Suðurlandsvegi, utan ár á Selfossi.

Veginum verður lokað á milli Biskupstungnabrautar og Olísstöðvarinnar við Arnberg og verður umferð beint um Þrengslaveg, Þorlákshafnarveg og Eyrabakkaveg.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 19:00 á þriðjudagskvöld til kl. 6 á miðvikudagsmorgun.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin en þau eru þröng og verða menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Fyrri greinOrgelsumar á Eyrarbakka 
Næsta greinReynir bjargaði stigi á elleftu stundu