Harður árekstur við Kvísker

Á vefmyndavél Vegagerðarinnar má sjá að langar bílaraðir hafa myndast báðu megin við slysstaðinn.

Suðurlandsvegur er lokaður skammt frá Kvískerjum í Öræfum eftir harðan árekstur tveggja bifreiða rétt fyrir klukkan 13 í dag.

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna slyssins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi voru samtals sex manns um borð í bílunum.

Tveir voru fluttir með þyrlunni á Landspítalann en hinir fjórir eru minna slasaðir. Umferð er stýrt framhjá vettvangi slyssins.

Fyrri greinRúta útaf við Þjórsárbrú
Næsta grein„Miklu skemmtilegra þegar allir eru glaðir í kringum mann“