Suðurlandsvegur er lokaður skammt frá Kvískerjum í Öræfum eftir harðan árekstur tveggja bifreiða rétt fyrir klukkan 13 í dag.
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna slyssins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi voru samtals sex manns um borð í bílunum.
Tveir voru fluttir með þyrlunni á Landspítalann en hinir fjórir eru minna slasaðir. Umferð er stýrt framhjá vettvangi slyssins.