Búið er að loka Suðurlandsvegi milli Markarfljóts og Víkur vegna veðurs og færðar.
Þetta er nokkru fyrr en áætlað hafði verið. Færð var farin að þyngjast um Reynisfjall snemma í kvöld. Björgunarsveitarmenn úr Vík fóru að flugvélaflakinu á Sólheimasandi síðdegis til þess að hreinsa svæðið af ferðamönnum. Talsverður fjöldi fólks og bíla var á svæðinu og fylgdu björgunarsveitarmenn fólkinu í bílalest til Víkur.
UPPFÆRT kl. 21:43: Ríkisútvarpið greinir frá því að búið er að opna fjöldahjálparstöð í Leikskálum í Vík í Mýrdal. Þar voru tíu manns auk umsjónarmanna um klukkan níu í kvöld.
Hér fyrir neðan má sjá töflu frá Vegagerðinni yfir áætlaðar lokanir.
Aðgerðastjórn verður virk frá kl. 04:00 á Selfossi og vettvangsstjórnir frá sama tíma austur um Suðurland. Á Höfn verður staðan metin hvað þetta varðar í kvöld en þar eru viðbragðsaðilar klárir líkt og allstaðar í umdæminu.
Landshluti | Vegkafli / Vegnr. | Tími |
SV-land | Hellisheiði (1), Þrengsli (39) og Sandskeið (1) | Frá kl. 2:00 til 14:00 |
Mosfellsheiði (36) | Frá kl. 2:00 til 15:00 | |
Lyngdalsheiði (365) | Frá kl. 2:00 til 13:00 | |
Kjalarnes (1) Hviðuástand | Frá kl. 2:00 til 15:00 | |
Reykjanesbraut (41) | Frá kl. 3:00 til 12:00 | |
Grindavíkurvegur (43) | Frá kl. 3:00 til 12:00 | |
Suðurstrandavegur | Frá kl. 1:00 til 13:00 | |
Vesturland | Hafnarfjall (1) Hviðuástand | Frá kl. 0:00 til 15:00 |
Brattabrekka (60) | Frá kl. 2:00 til 16:00 | |
Vatnaleið (56) | Frá kl. 5:00 – óljóst | |
Vestfirðir | Steingrímsfjarðarheiði (61) | Frá kl. 6:00 – 7:00 (15.2) |
Þröskuldar (61) | Frá kl. 6:00 – 7:00 (15.2) | |
Hálfdán og Miklidalur (63) | Frá kl. 5:00 – 6:00 (15.2) | |
Gemlufallsheiði (60) | Frá kl. 5:00 – 6:00 (15.2) | |
NV-land | Holtavörðuheiði (1) * | Frá kl. 0:00 – óljóst |
Vatnsskarð (1) * | Frá kl. 0:00 til 07:00 (15.2) | |
Þverárfjall (744) * | Frá kl. 0.00 – óljóst | |
Siglufjarðarvegur (76)* | Frá kl. 0.00 – óljóst | |
NA-land | Öxnadalsheiði (1) * | Frá kl. 0:00 til 08:00 (15.2) |
Austurland | Fjarðarheiði (93) | Frá 06:00 til 08:00 (15.2) |
Fagridalur (1) | Frá 09:00 til 16:00 | |
Mývatns- og Möðrudalsöræfi (1) | Frá 06:00 til 09:00 (15.2) | |
SA-land | Vík – Hornafjörður (1) | Frá 06:00 til 14:00 |
Suðurland | Hvolsvöllur – Vík (1) | Frá 03:00 til 14:00 |