
Suðurlandsvegur er ennþá lokaður við Sólheimasand eftir alvarlegt umferðarslys sem varð þar á sjöunda tímanum í kvöld. Tvö ökutæki lentu þar í hörðum árekstri.
Lögreglan á Suðurlandi gefur ekki frekari upplýsingar um slysið sem stendur en þyrla Landhelgisgæslunnar flutti tvo af slysstað á bráðamóttöku Landspítalans. Þyrlan lenti þar laust fyrir klukkan tíu í kvöld.
Engar hjáleiðir eru framhjá slysstað og vegfarendur því beðnir um að fylgjast með fréttum en þessi frétt verður uppfærð um leið og vegurinn opnar á ný.
Uppfært kl. 23:40: Búið er að opna veginn aftur.