Sjálfstæðisfélag Suðurnesjabæjar skorar á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Suðurkjördæmis, að bjóða sig fram til formanns á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
„Öflugri leiðtoga er erfitt að finna og þá er hún gædd þeim eiginleika að fá fólk til að vinna saman. Sjálfstæðisflokkurinn þarf leiðtoga sem getur sameinað flokkinn og þorir að taka krefjandi ákvarðanir,“ segir í áskorun Suðurnesjamanna sem undirrituð er af Einari Tryggvasyni, formanni.