Suðurstrandarvegur er lokaður við Þorlákshöfn og vaktar lögreglan gatnamótin þar.
Í tilkynningu frá Björgunarsveitinni Mannbjörgu í Þorlákshöfn er fólk beðið um að standast þá freistingu að fara í bíltúr til að reyna að sjá gosið. Vegir í kringum gossvæðið eru lokaðir og það er ekki með nokkru móti hægt að berja gosið augum eins og staðan er núna.
Eins og fram hefur komið fyrr í kvöld eru íbúar í Ölfusi, Selvogi, Þorlákshöfn, Hveragerði og á Árborgarsvæðinu eru beðnir um að loka gluggum. Ástæða þessa er að vindáttin er Sunnlendingum óhagstæð eitthvað fram á nótt hið minnsta. Mengun frá gossvæðinu gæti borist á Suðurland en eins og er er lítil hætta á ferðum.