Suðurtak ehf í Grímsnesi bauð lægst í endurbyggingu Grafningsvegar frá Úlfljótsvatni upp fyrir Ölfusvatnsá.
Verkið felst í undirbyggingu vegarins á sama stað, lögn ræsa, útlögn burðarlaga og klæðingar á 6,2 km kafla. Verklok eru 1. ágúst á næsta ári en fyrra lag klæðningar á þó að vera komið á veginn fyrir 1. júní 2020.
Tilboð Suðurtaks hljóðaði upp á tæplega 120,4 milljónir króna en áætlaður verktakakostnaður Vegagerðarinnar var 120,2 milljónir.
Þrjú önnur tilboð bárust í verkið. Borgarverk bauð tæplega 122,1 milljón, Aðalleið ehf í Hveragerði rúmlega 124,9 milljónir og vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi tæplega 135,6 milljónir króna.