Suðurverk hf. í Kópavogi átti eina tilboðið í lengingu Suðurvarargarðs og færslu Suðurvararbryggju í Þorlákshöfn en tilboð í verkið voru opnuð í gær.
Tilboð Suðurverks hljóðaði upp á tæplega 2.356 milljónir króna og var 2,7% yfir áætluðum verktakakostnaði, sem var rúmlega 2.294 milljónir króna.
Hafnarsjóður Þorlákshafnar óskaði eftir tilboðum í verkið sem felst í lengingu Suðurvarargarðs um 250 metra, rifi harðviðartunnu á garðsenda og undirbúningi á færslu og snúningi Suðurvararbryggju með byggingu brimvarnargarðs og niðurbroti Suðurvararbryggju og dýpkun bryggjustæðis.
Verkinu er skipt upp í sex áfanga og á því að vera að fullu lokið þann 1. desember 2023.