Sumarhús í Mýrarkotslandi við Kiðjabergsveg í Grímsnesi er gjörónýtt eftir eldsvoða í kvöld. Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu fékk boð um eldinn kl. 20:41.
Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn var húsið alelda þannig að kraftar slökkviliðsmanna fóru að mestu í það að hefta útbreiðslu eldsins í trjágróður í kringum húsið.
Auk slökkviliðsmanna frá Selfossi var tankbíll frá Brunavörnum Árnessýslu á Flúðum kallaður á vettvang til að hjálpa til með vatnsöflun.
Slökkviliðsmenn voru enn við vinnu á vettvangi nú á tólfta tímanum.