Það er dásamlegt um að líta á Selfossi á áttunda degi sumars. Það er hnausþykkur jafnfallinn snjór og einsdrifs bílar á sumardekkjum í mestu vandræðum í öllum hverfum.
Sunnlenska.is tók leikskólabörn tali á leikskólanum Jötunheimum í morgun og þau voru hæstánægð með að fá sumarsnjó. Við mælum með að aðrir fari að þeirra fordæmi og horfi björtum augum fram á við. Vonandi taka einhverjir sig til og moka upp grillið og garðhúsgögnin í kvöld og skella einhverju góðu á grillið í tilefni dagsins.
Veðurstofan reiknar með að það snjói fram eftir degi og fram á nótt en léttir til á morgun.
Myndirnar tala sínu máli.






