Sundhöll Selfoss lokað vegna smits hjá starfsmanni

Sundhöll Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sundhöll Selfoss hefur verið lokað eftir að starfsmaður greindist með COVID-19 smit. Nokkrir starfsmenn eru komnir í sóttkví í kjölfarið.

Í samráði við almannavarnir og til að gæta fyllsta öryggis fyrir aðra starfsmenn og gesti hefur Sundhöll Selfoss því verið lokað tímabundið, en hún mun opna aftur miðvikudaginn 21. október.

Í tilkynningu frá Árborg segir að lokunin taki gildi í dag, laugardag, en vonast er til að hægt verði að opna Sundhöllina aftur næstkomandi miðvikudag eftir að niðurstöður úr skimunum liggja fyrir.

Fyrri greinOpið bréf til sveitarstjórnar Rangárþings eystra
Næsta greinHólmfríður kölluð inn fyrir Dagnýju