Sundhöll Selfoss lokuð vegna viðhalds

Vegna viðhalds við Sundhöll Selfoss verður sundlaugin lokuð stærstan hluta næstu viku, frá mánudeginum 30. maí til fimmtudagsins 2. júní.

Sundhöllin opnar aftur föstudaginn 3. júní. Viðskiptavinir eru beðnir afsökunar á þessum óþægindum en í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að lokunin sé mikilvægur liður í að bæta og laga Sundhöllina.

Bent er á að Sundlaug Stokkseyrar er opin seinnipart dags en frá og með 1. júní er hún opin virka daga frá 13:00 – 21:00.

Líkamsræktin á 2. hæð verður opin að hluta þessa daga en hægt verður að nálgast upplýsingar um það á www.worldclass.is og facebooksíðu stöðvarinnar.

Fyrri greinLeitin að flottustu grillveislunni heldur áfram
Næsta greinÁrborg og Hveragerði taka á móti tuttugu flóttamönnum