Sundlaugarnar opna aftur

Sundhöll Selfoss. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Útisvæði Sundhallar Selfoss mun opna aftur að fullu á morgun, mánudaginn 23. janúar. Útisvæðið hefur að mestu leiti verið lokað síðan 8. desember vegna heitavatnsskorts.

Útilaugin var opnuð þann 9. janúar en heitu pottarnir verða opnaðir í fyrramálið klukkan 6:30.

Þá er stefnt að því að opna sundlaugina á Stokkseyri þriðjudaginn 24. janúar kl 16:30.

Fyrri greinBúið að opna Heiðina og Þrengslin
Næsta greinLandeldi og Ræktó gera 30 borholu verksamning