Sundlaugin rekin með miklum halla

Kirkjubæjarklaustur. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Verulegur hallarekstur er á sundlauginni á Kirkjubæjarklaustri og hefur opnunartíma hennar nú verið breytt.

Í fundargerð sveitarstjórnar kemur fram að hallarekstur sundlaugarinnar nemi um 5 milljónum á mánuði að meðaltali, fyrstu sjö mánuði þessa árs.

Tilraun sem gerð var með að auka opnunartíma sundlaugarinnar gekk ekki upp og samþykkti sveitarstjórn því að hún yrði héðan í frá opin kl. 11 til 19 frá mánudögum til laugardags og lokuð á sunnudögum og rauðum dögum.

Fyrri greinNýr leikvöllur á Borg
Næsta greinBændafundir Líflands á Hvolsvelli og Selfossi